27.12.2013 | 18:08
Dreifbýlasta borg vesturlanda?
Kristinn Ingi Jónsson verður að hafa sig í að ferðast til að minnsta kosti, nálægustu borgir okkar eins og Kaupmannahöfn,Gautaborg, Osló og Stockholm sem nú sú aldreifbýlasta borg sem ég hef búið í. Á föstudögum gat ég verið allt að 3 klukkutíma að fara frá vinnustað að heimili mínu.Svipað er í Gautaborg og Osló líka, en þetta eru þær borgir sem ég hef búið í allt frá 2 árum og uppí 12 ár. Að þétta borg er einhverskonar hjátrúar goð þeirra sem ekki hafa kannað hvað í því eiginlega felst. Og hvar á að þétta? allstaðar nema heima á lóðinni hjá þessum þéttaborgfólki og hver vill jú fá 10 hæða hús í kartöflugarðinn hjá sér? Stórborgir í dag sjá mikið eftir að hafa leift þessa þéttingu og fórna þar með þessum lungum sem svo kallast eða andrými sem við þurfum svo mikið á að halda í dag. Skammtímagróði er og verður skammtímagróði og þessir fuglar sem kalla hvað mest eftir þétting kafna fljótlega í sinni eigin skammsýni.
50 cal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er þörf hugkeiðing hjá þér. Þeir sem hafa góða yrirsýn þurfa að leiðbeina okkur hinum. Í Reykjavík er hópur sem virðist hugsa um að geta hjólað frá Háskólasjúkrahúsi að háskóla.
Þróunin verður miklu frekar þannig að Þú hefur vinnuherbergi.
Þar heldur þú þinn fyrirlestur, sérð alla sem hlusta, ef vilji er til hjá þáttakendum, og allir sjá þig.
Ekki skal gleyma (ef ég man rétt, Jettson)að tæknin er að færast yfir í farartæki sem upphefja þyngdarlögmálið.
Þessi umræða öll er í takt við umræðuna árið 1900, en þá voru allir málsmetandi menn að hamast við að leysa hrossaskítsvandamáli.
Þá sáu aðilar fyrir sér hrossaskít upp á aðra hæð húsana til dæmis eftir 10 20 ár, vegna allra hestana sem sáu um flutninga í stórborgunum.
Ég er búinn að skrifa um það hér á þessari slóð.
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1294522/
http://jonasg-egi.blog.is/
Við þurfum að hafa nokkra hópa af hu8gsuðum til að leiðbeina þegar umræðan fer á villigötur.
Egilsstaðir, 28.12.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 28.12.2013 kl. 14:07
Já Jónas, þarna komstu með aldeilis rétta svarið við þessari þéttingu borga og byggða. Að hafa vinnuherbergi og litla vinnuaðstöðu gæti alveg komið í veg fyrir þéttingar kultúrinn samtímis sem við bendum vinsamlega á að Háskólinn er ekki borgin heldur öfugt og borgarar búa borgina og ekki prófessorar og nemendur þeirra. Væri ekki bara góður möguleiki á að drasla öllu mentaklabbinu upp í Bifröst þar sem er mikið landrími og kalt vatn,samhugur,einhugur,samvinna,samhljóða,samferða og samasemblankir.
Eyjólfur Jónsson, 31.12.2013 kl. 19:08
Ég var einhverntíman að horfa á fyrirlestur á netinu, ef til vill forstjóri Google ???
Þarna talaði forstjórinn á sviðinu.
Þá kom annar utan úr salnum og snerist eitthvað í kring um þennan sem var á sviðinu.
Þetta var svo sem ekkert merkilegt, en allir sáu að þessi sem kom úr salnum,
var sami maðurinn og sá sem var að flytja fyrirlesturinn.
Annar maðurinn var „almynd“ holograf.
Egilsstaðir, 05.01.2014 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 5.1.2014 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.